Auglýsingablaðið

547. TBL 29. október 2010 kl. 08:47 - 08:47 Eldri-fundur

Tilkynning frá Dalbjörgu
Dagana 4.-7. nóvember munu við heimsækja öll heimili í sveitinni í árlegri yfirferð á reykskynjurum og munum við jafnframt bjóða neyðarkallinn til sölu sem er árleg fjáröflun hjálparsveitanna.
Við viljum hvetja fólk til að taka vel á móti okkar fólki og styrkja öfluga hjálparsveit í heimabyggð.
Kveðja Hjálparsveitin Dalbjörg


Frá Félagi Eldriborgara í Eyjafirði!
Skoðunarferð verður farin í menningarhúsið Hof, 2. nóvember n.k. kl. 14.00,  starfsmaður sýnir húsið.
Drukkið verður kaffi að skoðun lokinni. þeir sem áhuga hafa látið vita í síðasta lagi  um hádegi, mánudaginn 1. nóv.
Sigurgeir Staðarhóli    s. 463-1184   gsm. 864-7466
Addi Laugarholti         s. 463-1203   gsm. 893-3862


Félagsfundur Samherja
Mánudaginn 1. nóvember kl. 20:00 verður félagsfundur Samherja haldinn í Félagsborg við Hrafnagilsskóla.  Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
• Uppgjör sumarsins
• Vetrarstarfið
• Fjárhagsstaða félagsins
• önnur mál
Allir hvattir til að mæta, léttar veitingar í boði.
Stjórn Samherja


Kæru Iðunnarkonur
Iðunnarkvöld verður haldið í fundarherberginu í Laugarborg 10. nóvember 2010
kl. 20.00. Sjáumst sem flestar.
Stjórnin


Messa í Hólakirkju sunnudaginn 31. október kl. 11 - Siðbótardagurinn
Kór Lauglandsprestakall syngur undir stjórn Daníels þorsteinssonar.
Fermingarbörn aðstoða við messuna. Ræðuefni: Sólirnar þrjár
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson
Upplýsingar um kirkjustarfið á vefslóðinni: www.kirkjan.is/laugalandsprestakall


Til
sölu eru nokkrir kvígukálfar.
Upplýsingar gefur:  Orri óttarsson, Garðsá í síma 899-3264


Skoðanakönnun um sorphirðumál í Eyjafjarðarsveit
Skilafrestur á skoðanakönnuninni, sem var aftan á síðasta Auglýsingablaði, er til sunnudagsins 31. október. Hægt er að nálgast könnunina hér og senda í tölvupósti á esveit@esveit.is
Umhverfisnefnd


Freyvangsleikhúsið
Síðustu sýningar á leikritinu Bannað börnum verður nú um helgina. Föstudag og laugardag kl. 20:30.
Við hvetjum þá sem ekki hafa séð þessa skemmtilegu hryllingskómedíu að missa ekki af góðri skemmtun.
Miðasala er í síma 8575598 á milli kl. 18-21 virka daga og kl. 12-17 um helgar.

Svo minnum við á hinn árlega kabarett í Freyvangi sem verður helgina 5. og 6. nóvember. í ár verður í brennidepli ýmsilegt sem gerst hefur í sveitinni og á landinu.
Allt trúboð verður bannað en þarna verða gæsir og góðir menn.
Hjálmanotkun er æskileg úti undir berum himni, sérstaklega á gæsaveiðum.
www.freyvangur.net

Getum við bætt efni síðunnar?