Aðalfundur Hjálparinnar

Kvenfélagið Hjálpin heldur aðalfund sinn að Brúnum þann 17. febrúar kl. 11:00.

Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf
Kosning gjaldkera og varagjaldkera
Önnur mál

Veitingar í boði skv. venju

Kvenfélagið Hjálpin er rótgróinn félagsskapur sem var stofnaður árið 1914 og hét upphaflega Hjúkrunarfélagið Hjálpin. Markmið félagsins var að styðja við bakið á sjúkum og þeim sem minna máttu sín í nærsamfélaginu og má segja að svo sé enn í dag þó flest hafi breyst á þessum 110 árum.

Það er því stórafmæli framundan og hafa félagskonur í hyggju að fagna þessum tímamótum með veglegum hætti.

Nýjar félagskonur hjartanlega velkomnar til að taka þátt í okkar frábæra starfi en einnig eru áhugasamar velkomnar á fundinn án allra skuldbindinga.

Kveðja, stjórnin.