Lamb Inn – Hangikjötsveislunni frestað

Tilkynning frá Lamb Inn.
Fyrirhugaðri hangiskjötsveislu sem vera átti föstudaginn 2. des. er frestað til betri tíma á nýju ári. Starfsfólk Lamb Inn óskar sveitungunum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem er að líða. Við kynnum svo dagskrá seinni hluta vetrarins í upphafi nýs árs með fótboltakvöldum, hádegi fyrir þá sem heima sitja og kótilettukvöldum ásamt hangikjötsveislu á nýjum tíma svo eitthvað sé nefnt.