Bændamarkaður í Laugarborg

Um leið og við þökkum fyrir frábærar viðtökur á markaðnum um síðustu helgi minnum við á næsta markað sem verður á laugardaginn kemur, 3. október í Laugarborg kl. 12:00 – 16:00.
Úrval af afurðum úr sveitinni okkar auk gestasöluaðila.
Þeir sem vilja vera með er bent á að hafa samand við Kalla verkefnastjóra á netfanginu matarstigur@esveit.is eða í síma 691-6633.
Við erum líka farin að horfa á aðeins meira en bara mat úr sveitinni, þannig að önnur framleiðsla og handverk gæti komið til greina.