Dósasöfnun

Við erum 3 nemendur í 7. bekk Hrafnagilsskóla og erum við búin að vera að safna dósum í Hrafnagilshverfinu. Ágóðinn af söfnuninni fer svo barna í Úkraínu. Núna langar okkur að leita til íbúa utan Hrafnagilshverfisins. Þeir sem hafa áhuga að styðja okkur með dósum geta haft samband við Hákon í síma 896-9466. Við munum svo fara rúnt um sveitina laugardaginn 18. mars og sækja til þeirra sem vilja.

Ragnheiður Birta, Heiðmar Kári og Katrín Björk