Félag eldri borgara - Gönguferðir sumarið 2020

Kæru félagar í Félagi eldri borgara
Nú ætlum við að byrja á göngutúrunum okkar. Virðum að sjálfsögðu 2 m regluna að mestu. Ætlunin var að byrja þrd. 2. júní, en byrjum viku fyrr, eða þriðjud. 26. maí kl. 20.00. Hittumst á austurbakkanum við Miðbrautina að venju. Síðan ætlum við að ganga göngustíginn í áföngum til Akureyrar.

2. júní Göngustígur frá Jólagarði.
9. ---- Svalbarðseyri, mæting við Vitann.
16. ---- Göngustígur frá Kristnesafl. syðri.
23. ---- Melgerðismelar við hliðið.
30. ---- Göngustígur Kristnesafl. ytri.
7. júlí Rifkelsstaðir hjá Völu.
14. --- Göngustígur frá Teigi.
21. --- Grundarskógur.
28. ---- Göngustígur ath.
4. ágúst Lystigarðurinn.
11. ---- Göngustígur ath.
18. ---- Leyningshólar.
25. ---- Göngustígur.

Verum svo dugleg að mæta, og er þetta birt með fyrirvara um breytingar. Upplýsingar í símum 846-3222 og 897-4333.