Freyvangsleikhúsið "Dagbók Önnu Frank"

Freyvangsleikhúsið setur upp verkið Dagbók Önnu Frank!
Um er að ræða uppfærða leikgerð og nýja þýðingu sem hefur aldrei verið sýnd hér á landi. Þessi nýja leikgerð inniheldur kafla sem voru ekki birtir í fyrstu útgáfu bókarinnar, Dagbók Önnu Frank, sem verkið er byggt á. Gefa þessir kaflar nánari innsýn inn í hugarheim stúlkunnar. Frumsýnt var 21. febrúar og sýningar verða í Freyvangi föstudags- og laugardagskvöld fram að páskum. Leikstjóri er Sigurður Líndal og þýðandi er Ingunn Snædal. 

10. sýning 20. mars kl. 20:00
11. sýning 21. mars kl. 20:00
12. sýning 27. mars kl. 20:00 – UPPSELT
13. sýning 28. mars kl. 20:00
14. sýning 3. apríl kl. 20:00
15. sýning 4. apríl kl. 20:00
16. sýning 8. apríl kl. 20:00
17. sýning 9. apríl kl. 20:00

Nánari upplýsingar á www.freyvangur.is.
Hægt er að panta miða í s. 857-5598 og á Tix.is.