Hin árlega handverksmessa í Saurbæjarkirkju fer fram næstkomandi sunnudag kl. 13. Ræðukona er Jenný Karlsdóttir, handverkskona og kennari, sem sæmd var riddarakrossi Forseta Íslands á nýársdag fyrir framlag sitt til varðveislu íslenskrar alþýðu- og handverksmenningar.
Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur er Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Auður Thorberg. Sóknarnefnd býður upp á vöfflukaffi á Smámunasafninu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin!