Heilun með drekum

Athugið að námskeiðið er aðeins í boði fyrir þá sem lokið hafa námskeiðinu Engla Reiki 1 & 2.
Að heila með orku drekanna er mögnuð upplifun og bætir nýrri vídd við þá heilunarorku sem þú vinnur nú þegar með í gegnum Engla Reiki.
Vinnustofan Heilun með drekum er einn dagur, en þar nýtir þú þá þekkingu sem þú hefur þegar lært á Engla Reiki 1 &2 og bætir við orkuna með því að tengja við heilunardreka og aðra dreka sem þú gætir þekkt eða kynnist á námskeiðinu. Ekki þarf að hafa tengt við orku drekanna áður.
Á námskeiðinu munt þú:
- Tengja við þinn persónulega dreka eða styrkja tenginguna við hann.
- Tengja við heilunardrekann þinn.
- Tengjast öðrum drekum og þeirra orku í gegnum fræðslu, hugleiðslu og heilun
- Fara í gegnum tvær heilunaræfingar með drekunum.
- Fá praktísk ráð varðandi heilun með drekum.
- Fá skírteini um að námskeiðinu sé lokið.
Námskeiðið kostar 22.000 krónur. Til að staðfesta þátttöku þarf að senda tölvupóst á info@almahronn.com og greiða 7.000 króna staðfestingargjald sem er óafturkræft.

https://www.facebook.com/events/356367139594531/