Kæru sveitungar

Næstu daga ætlum við, nemendur í 9. bekk í Hrafnagilsskóla, að fara um sveitina og selja eldhús- og klósettpappír. Ef þið hafið áhuga á að kaupa pappír af okkur fyrir sumarið en eruð svo óheppin að vera ekki heima þegar bankað er upp á getið þið haft samband við skiptiborð skólans 464-8100 og talað við Nönnu ritara.
Við erum byrjuð að safna fyrir skólaferðalag okkar vorið 2021 og pappírssalan er liður í þeirri söfnun.
Með fyrirfram þökkum og góðum kveðjum, nemendur í 9. bekk.