Kvenfélagið Iðunn - Iðunnarkvöld

Í boði verður haustkransagerð undir dyggri leiðsögn Dísu okkar (Þórdísar Bjarnadóttur).
Greinar af Reynitrjám, blómavír, klippur og vírherðatré verða á staðnum en má líka hafa með sér og ef þið viljið bæta við einhverju öðru í kransinn er ykkur frjálst að gera það.
Kransagerðin verður í fundarherbergi Laugarborgar, fimmtudagskvöldið 15. okt. kl. 20.
Hlökkum til að sjá sem flestar á Iðunnarkvöldi.
Nýjar konur velkomnar.
Bestu kveðjur, 3. flokkur.