Kyrrðargong & Slökun / Hugleiðsla

Spilað er á tvö gong og úr verður gongbað 32" Symphonic og 30" Platonic EarthYear

Gongrýmið er blessaður staður sem færir hugann í kyrrð og leiðir líkamann í mjúka og endurnærandi hvíld. Í stundinni getum við notað tækifærið og styrkt hlutlausa hugann svo við getum betur valið viðbrögð okkar og haldið í æðruleysið þegar á móti blæs. Kyrrðargongið/slökunin er eins og að fara í bað, hún hreinsar undirvitundina, beinir athygli okkar inn á við, inn í andartakið og færir okkur frið.

Mikilvægt að skrá sig / bóka með skilaboðum á solveighar@gmail.com eða í s. 663-0498
https://www.facebook.com/events/473403860817122/