Landsátak í söfnun birkifræs

Birkifræsöfnun í Kristnesskógi - Hressing á Hælinu – Við leggjum lið

Á degi íslenskrar náttúru, fimmtudaginn 16. september kl. 17:00-19:00, mun Lionsklúbburinn Sif standa fyrir birkifræsöfnun í Kristnesskógi og í boði verður að kaupa hressingu á Hælinu.

Söfnunarbox verða afhent við innganginn hjá Kristnesspítala og Hælisins og tekið við þeim aftur þar að söfnun lokinni. Við hvetjum fjölskyldur, vini og vandamenn til að gera sér glaðan dag í Kristnesskógi.

„Birkifræsöfnun, landsátak í söfnun birkifræs“ á vegum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Samstarfsaðilar þeirra í birkisöfnunarverkefninu eru Terra, Prentmet Oddi, Bónus, Landvernd, Skógræktarfélag Íslands, Kópavogsbær, Skógræktarfélag Kópavogs, Heimilistæki, Tölvulistinn, Kvenfélagasamband Íslands og Lionshreyfingin.