Líf í lundi á Norðurlandi 26. júní

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að.

PÖDDUR, PLÖNTUR OG FRÆÐSLA
Skógræktarfélag Eyfirðinga býður upp á pödduveiði, plöntutínslu og skoðun með víðsjám í Garðsárreit í Eyjafjarðarsveit. Brynhildur Bjarnadóttir fræðir.
Í ár eru 90 ár frá friðun birkisins í Þverárgili að tilstuðlan félagsins.
26. JÚNÍ - Á MILLI KL. 10:00 OG 12:00 Í GARÐSÁRREIT, EYJAFJARÐARSVEIT.

Aðrir viðburðir í nágrenninu eru í Ólafsfirði og Aðaldal. Skógræktarfélag Ólafsfjarðar býður upp á gróðursetningu og grill. Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga býður upp á skógarskoðun.

Nánari upplýsingar á skogargatt.is og á síðum félaganna á Facebook.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
Skógræktarfélag Ólafsfjarðar
Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga
Viðburður Skógræktarfélags Eyfirðinga á facebook:
https://www.facebook.com/events/620367746023176?ref=newsfeed