FRESTAÐ - Morgun-Yoga námskeið í Íþróttamiðstöðinni

Vegna hertra reglna í sóttvörnum verður morgun-yoga námskeiðinu sem halda átti næstu sex þriðjudagsmorgna í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar frestað þar til létt hefur verið á reglunum.
Þangað til farið varlega og vel með ykkur,
Ingileif

Næstu sex þriðjudagsmorgna (frá 6. okt. til 10. nóv.) kl. 7:00-7:50 bjóða Litla yogastofan og Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar upp á yoganámskeið. Miðað verður við að tímarnir henti bæði byrjendum sem lengra komnum.
Í þessum yogatímunum verða einfaldar stöður sem styrkja og mýkja líkamann, efla samhæfingu og auka jafnvægi. Hverjum tíma lýkur með stuttri djúpslökun.
Verð fyrir allt námskeiðið er 9.900 kr. og innifalið í því er aðgangur að sundlaug íþróttamiðstöðvarinnar eftir tímann.
Þú getur skráð þig með því að smella á vefslóðina hérna fyrir aftan: http://bit.ly/morgunyoga
Ef þú átt þína eigin yogadýnu þá er æskilegt vegna sóttvarna að þú notir hana á námskeiðinu. Annars verða dýnur á staðnum og þær sótthreinsaðar fyrir og eftir hvern tíma.

Ingileif Ástvaldsdóttir
Yogakennari