Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit

Iceland Yurt

Opið kl. 11-16. Gisting í mongolíutjaldi er einstök upplifun, gjafabréf á afslætti. Tónheilum í Gaiahofinu kl. 13.

Ásar guesthouse

Opið kl. 13-15. Velkomin að skoða huggulegu gistinguna okkar. Kaffi og heimabakaðar smákökur í boði. Gjafabréf á tilboði.

Jóga á Jódísarstöðum

Opið kl. 13-17. Jóga nidra djúpslökun og gongheilun á heila tímanum. Yogi te og piparkökur.

Kaffi kú

Skemmtileg, fræðandi og nærandi upplifun. Nýr matseðill, kynningar á klst. fresti, frítt í fjós, tilboð á gjafabréfum og ýmiskonar jólasmakk á boðstólum.

Kyrraðarhofið

Opið kl. 14-17. Slökun og kyrrð með gistingu í sveitasælu. Tónupplifun í Kyrrðarhofinu kl. 15 og 16 Gjafabréf á tilboði.

Brúnalaug Guesthouse

Opið gestum og gangandi kl. 13-15. Gestir fá smakk af framleiðslu býlisins.

Brúnir/Brunirhorse listagallerý

Opið kl. 13-18. Jóla-lambakjötið og hangikjötið beint frá býli. Opin vinnustofa og myndlistarsýning.

Sigga sólarljós

Kynnir starfsemi sína og vel valda muni í Smámunasafninu, upplifunargjafabréf til sölu.

Smámunasafnið

Opið kl. 13-17. Ókeypis aðgangur og leiðsögn, glaðningur fyrir börnin, heitt á könnunni, notaleg jólastemning.

Holtsel

Opið kl. 12-18. Sérstakt handverk, ásamt Holtsels jólaísnum og öðrum kræsingum beint frá býli á jólamarkaðnum.

Dyngjan-listhús

Jólamarkaðsstemning, kertasteypa, ketilkaffi og lummur.

Lupus Luna – Víðigerði 2

Opið kl. 13-17. Notaleg jólastemning og fallegt handverk til sölu og sýnis.

Íslandsbærinn

Opið kl. 13-18. Kaffi, súkkulaði og kleinur handa þeim sem vilja, velkomin að koma og skoða. Gjafabréf í öskju á tilboði.

Geira Gunn Gunn

Opið kl. 13-17. Ýmskonar handverk úr endurnýttum efnivið og pússl til sölu og sýnis. Egomaniac/ hrokagikkur hönnun.

Jólagarðurinn

Opið kl. 12-18. Hin margrómaða jólastemning í algleymingi.

HÆLIÐ

Opið kl. 14-18. Frítt á sýninguna, veitingasala á kaffihúsinu og afsláttur af gjafabréfum!