Stutt og fámenn námskeið við eldhúsborðið í Hjallatröð 1 - Google verkfærin í leik og starfi

Áttu G-mail-netfang? Vissir þú að því fylgja mörg verkfæri á vef eins og Google Drive, Google Photos, Google Docs og fleiri? 

Fimmtudagana 5. og 12. mars kl. 17:00-18:30 verður námskeið í verkfærum Google. Leiðbeinandi verður Ingileif Ástvaldsdóttir grunnskólakennari sem hefur sérhæft sig í notkun upplýsingatækni í skólastarfi.  Verð fyrir námskeiðið (bæði skiptin) er 8.000 kr. Hressing er innifalin en þú þarft að hafa með þér fartölvu.

Skráning á námskeiðið fer fram með því að senda tölvupóst á ingileif@barabyrja.is. Aðeins fimm pláss á námskeiðinu.