Uppsetning á púðum með útsaumsmyndum - Kvennaskólinn á Laugalandi

Laugardaginn 13. nóvember milli kl. 9:00 og 17:00 (hádegishlé 13:00-14:00) verður kennt að setja upp útsaum í púða (þó ekki með rykkingum). Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp. Nemendur þurfa að koma með efni í umgjörð og bak ásamt rennilásum en hægt verður að kaupa svarta rennilása og svart efni á staðnum. Kennari verður Lára Magnea Jónsdóttir textílhönnuður og verður haldið í gamla Kvennaskólanum á Laugalandi. Nemendur þurfa að koma með saumavél og einnig að hafa með sér allt almennt saumadót sem gæti nýst s.s. tvinna, þræðitvinna, skæri, nálar, saumavélanálar, málband, krít, skriffæri og fleira.

Námskeiðsgjald: 17.900 kr. (16.110 kr. fyrir félagsmenn) (6 klst) - efni er ekki innifalið.

Skráningar og fyrirspurnir berist til kristin@heimilisidnadur.is