Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar

Fréttir
Stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar
Stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar

Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar fór fram í gærkvöldi þar sem farið var yfir starf liðins árs og það sem fram undan er. Kom fram á fundinum að mikil ánægja er með störf stjórnar og þá samstöðu og kraft sem ríkir hjá ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu.

Mörg spennandi verkefni eru í farvatninu og hefur fjölda styrkumsókna um ýmis spennandi verkefni verið skilað inn í sjóði. Má þar helst nefna verkefnið um „risa kusu“ sem risið getur í Eyjafjarðarsveit til heiðurs þess hve stór hluti mjólkur er framleidd í sveitarfélaginu á landsvísu. Þá er ötul vinna í gangi tengd Matarstíg Helga Magra og margra skemmtilegra tíðinda að vænta þaðan á næstu misserum.

Fundurinn samþykkti að stækka stjórn úr þremur í fimm vegna umfangs þeirra verkefna sem unnið er að og sitja þær Heiðdís Pétursdóttir, Hrefna Laufey Ingólfsdóttir, María Pálsdóttir, Sesselía Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir og Sigríður Ásný Ketilsdóttir næsta árið.