Aðventutónleikar

Karlakór Eyjafjarðar, Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Kvennakór Akureyrar halda sameiginlega tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 13. des. kl. 20:30. Kórarnir munu syngja nokkur lög hver og sameinast svo í einum stórum kór í lokin. Stjórnendur eru Daníel Þorsteinsson og Petra Björk Pálsdóttir. Húsið opnar kl. 19:30 og aðgangur er ókeypis.