Æskulýðsmót Funa og Léttis

Dagana 20. – 22. júlí n.k. verður haldið fjölskyldumót hestafólks á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit.
Mótið er fyrir alla fjölskylduna og er öllum opið.Æskulýðsmót Léttis og Funa

Dagana 20. – 22. júlí n.k. verður haldið fjölskyldumót hestafólks á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit.
Mótið er fyrir alla fjölskylduna og er öllum opið.

Dagskráin hefst kl. 20:00 á föstudagskvöld.

Á laugardaginn verða einhverjar þrautir og sameiginlegur reiðtúr og að því búnu verða leikir, grill, varðeldur og kvöldvaka.

Á sunnudeginum verður síðan létt útsláttarkeppni (pollar, börn, unglingar, ungmenni) en gert er ráð fyrir að mótinu ljúki kl. 14:00 á sunnudag.

Ekkert þáttökugjald er tekið og frí tjaldstæði og hagar.
Veitingar seldar á staðnum.

Þátttaka tilkynnist á netfangið andrea@mila.is

Nánari upplýsingar veita:
Andrea Margrét Þorvaldsdóttir sími: 863-6728 eða 858-6230
Ævar Hreinsson, Fellshlíð, sími: 461-2491 eða 865-1370