Ágætu sveitungar!

Fréttir

Við ritvinnslu tímaritsins Eyvindar féll niður hluti texta í grein Gunnars Jónssonar um Hrafnagilsskóla 50 ára. Neðst í mið dálki á bls. 7 á framhaldið að vera eftirfarandi:

.... þeirri 20. kenndu margir í sveitum landsins, sem hlotið höfðu einhverja framhaldsmenntun, unglingum / ungmennum hluta úr vetri án þess að um formlegt skólastarf væri að ræða og það var líka gert í Framfirðinum. Magnús Sigurðsson bóndi og kaupmaður á Grund var mjög framfarasinnaður og hafði mörg járn í þeim eldi. Fyrir aldamótin 1900 hóf hann umræðu um nauðsyn þess að byggja skólahús fyrir hreppana þrjá, bauð land undir það á Grund og veglega fjárhæð frá sér. En ekki varð af byggingunni, jafnvel þótt Magnús byðist 1907 eða 1908 til að greiða um það bil 2/3 af byggingarkostnaðinum á móti landssjóði með því skilyrði að hver búandi í héraðinu legði fram 3-5 dagsverk við bygginguna. Síðan liðu rúm 60 ár þar til fyrstu nemendurnir gengu inn í unglingaskóla í sinni heimabyggð. Velta má fyrir sér hvaða áhrif skóli á Grund eða annarsstaðar í sveitinni hefði haft á menntun og mannlíf í Framfirðinum ....

Greinar höfundur Gunnar Jónsson frá Villingadal er beðinn velvirðingar á þessum mistökum.

Fyrir hönd ritnefndar, Benjamín Baldursson