Akstursþjónusta fyrir eldri borgara

Fréttir

Að baki akstursþjónustu liggur fyrir þjónustumat sem sótt er um hjá Búsetusviði Akureyrarbæjar. Við þjónustumat er tekið tillit til aðstæðna og þarfar viðkomandi til þjónustu vegna veru á eigin heimili.

Eyjafjarðarsveit veitir akstursþjónustu samkvæmt þjónustumati og miðast þá við að þjónustuþegi greiði samkvæmt gjaldskrá 110 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra. Miðast sú upphæð við opinber gögn um það hvað kostar raunverulega að eiga bíl, líkt og ef þjónustuþegi nýtir eigin bíl. Sé það íþyngjandi fyrir viðkomandi á hann einnig tök á að sækja um fjárhagslegan stuðning, við mat á slíkum stuðning er tekið mið af tekjum og fjármagnstekjum viðkomandi aðila.

Að þessu viðbættu hefur Eyjafjarðarsveit ákveðið að aðstoða fólk eftir bestu getu við að komast í félagsstarf eldri borgara þegar aðstæður kalla á.
Sveitarstjóri.