Fréttayfirlit

Ágætu sveitungar

Nú eru liðnir tveir mánuðir síðan ég tók við starfi sveitarstjóra og það gefur tilefni til að senda ykkur línu. Þessir tveir mánuðir hafa gengið vel, allir taka mér vel og vilja hjálpa mér við að komast inn í málefni sveitarinnar.
01.08.2008

GSM - ADSL

Nú standa yfir framkvæmdir á vegum Símans til að bæta GSM samband í Reykárhverfi. Settur er upp nýr sendir á heimavistarhús Hrafnagilsskóla og mun hann stórbæta GSM samband á svæðinu, sérstaklega mun sambandið batna innandyra í hverfinu.
01.08.2008

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarmála


Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
31.07.2008

Besta sundlaug á landinu

Samkvæmt heimasíðunni sundlaugar.is er sundlaugin við Hrafnagilsskóla besta sundlaug landsins.
30.07.2008

Samherjar með frábæran árangur í frjálsum íþróttum

Gaman er að minnast á nokkur afrek hjá Samherjakrökkunum í frjálsum íþróttum, en krakkarnir voru að koma sér í fremstu röð ekki bara á landinu heldur líka á Norðurlöndum.
Sjá meira

17.07.2008

Barátta við skógarkerfil

Kerfill Á undanförnum árum hefur skógarkerfill breiðst út með ógnar hraða í Eyjafjarðarsveit. Plantan er mjög harðgerð og öflug og virðist þola öll venjuleg illgresiseyðingarlyf. Á sumum jörðum vex plantan í stórum breiðum og sækir inn í tún svo að til vandræða horfir.
17.07.2008

Staðfugl_Farfugl

Víðavangssýningin Staðfugl-Farfugl hefur nú staðið í einn og hálfan mánuð og hefurskemmdir_120 gengið vonum framar. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína fram í fjörð til að skoða verkin og nýtt sér í leiðinni þá þjónustu sem er í boði á svæðinu. Í flestum tilvikum hafa verkin fengið að vera í friði en þó hafa tvö þeirra orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum.
17.07.2008

Fréttir frá Samherjum

Gaman er að minnast á nokkur afrek hjá Samherjakrökkunum í frjálsum íþróttum, en krakkarnir voru að koma sér í fremstu röð ekki bara á landinu heldur líka á Norðurlöndum.

17.07.2008

Undirbúningur Handverks 2008

Undirbúningur að Handverkshátíð 2008 stendur sem hæst. Von er á fjölbreyttu handverksfólki víðs vegar af landinu og einnig mun handverksfólk utan landsteinanna sækja okkur heim.
Enn er hægt að skrá sig á áhugaverð námskeið sem haldin eru í tengslum við hátíðina. Sjá nánar á heimasíðu hátíðarinnar www.handverkshatid.is

11.07.2008

Auglýsing um skipulag - Þórustaðir


Tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

Aðalskipulag
04.07.2008