Fréttayfirlit

UNDIR KREPPUNNI KRAUMAR KRAFTUR

Á fjórða hundrað innsend verk í hönnunarsamkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar, bera vitni um feikilegan sköpunarkraft og hugvit. Dómnefnd hefur tilnefnt 10 verk til úrslita. Vinningshafar verða tilkynntir á Handverkshátíðinni að Hrafnagili laugardaginn 8. ágúst.

Meðfylgjandi er mynd af vesti og húfu eftir Vilborgu Ástráðsdóttur sem er verk tilnefnt til verðlauna.

vestioghufa_400 

27.07.2009

Handverkshátíð 2009


Handverkshátíð 2009 verður haldin dagana 7.-10. ágúst


Setning hátíðarinnar verður föstudaginn 7. ágúst klukkan 11:30 að morgni við Hrafnagilsskóla. Athugið breyttan opnunartíma en hátíðin er opin föstudag til mánudags að þessu sinni frá klukkan 12:00-19:00 alla dagana.
16.07.2009