Fréttayfirlit

Fréttatilkynning frá H-listanum


H-listinn kynnir framboð til sveitarstjórnar í Eyjafjarðarsveit fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en listinn á nú 4 sitjandi fulltrúa af 7 í sveitarstjórn.
30.04.2010

Opnunartími sundlaugar 1. maí


Opið 1. maí frá kl. 10:00 - 17:00

FJÖLSKYLDAN Í SUND
FRÍTT FYRIR 15 ÁRA OG YNGRI

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

30.04.2010

Hjólað í vinnuna

Dagana 5.-25. maí mun vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna standa yfir í áttunda sinn. Keppt verður í 7 fyrirtækjaflokkum um flesta daga og um flesta kílómetra, mælt hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna. Allir sem nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu geta tekið þátt, hvort sem það er gengið, hlaupið eða hjólað.
Með sumarkveðju, Íþrótta- og tómstundanefnd

29.04.2010

Gatnagerðargjald Reykárhverfi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur breytt 8. gr.  samþykktar um gatnagerðargjald í Reykárhverfi þannig að húsbyggjendur geta nú sótt um mun hærri afslætti frá gjaldskrá en áður var. 

07.04.2010