Fréttayfirlit

Lóðir á tilboðsverði - frestur að renna út!

Sveitarstjórn hefur samþykkt að fella niður gatnagerðargjald á lóðum nr. 2, 4, 6  og 8 við Bakkatröð í Reykárhverfi.
Gatnagerðargjaldið er fellt niður tímabundið vegna atvinnuuppbyggingar og er þess í stað óskað eftir tilboði í byggingarrétt á lóðunum.
26.05.2011

Höskuldsstaðir - breyting á aðalskipulagi - deiliskipulag

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 25. maí 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi og Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, vegna landnotkunar á Höskuldsstöðum og deiliskipulag á sama stað.

26.05.2011

Opnunartími Smámunasafnsins

Smámunasafnið er opið alla daga milli kl. 13 og 18. Fjölbreytt úrval minjagripa, alltaf eitthvað nýtt í Antikhorninu, ískaldur ís frá Holtseli, rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur.   Ath. hægt er að kaupa aðgöngumiða sem gildir í eitt ár,  kostar á við tvo aðgöngumiða.   Helgina 25. og 26. júní verður búvélasýning á vegum búvélasafnara við Eyjafjörð og Flóamarkaður á vegum kvenfélagsins Hjálparinnar.
Verið velkomin í óvenjulega heimsókn, sarfsfólk Smámunasafnsins.

25.05.2011

Ársreikningar Eyjafjarðarsveitar 2010

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem haldinn var  24. maí  2011,  var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2010 tekinn til síðari umræðu og samþykktur.

Niðurstaða ársreiknings fyrir árið 2010 sýnir sterka fjárhagsstöðu sveitarfélagsins í erfiðu árferði.

25.05.2011

Tilboð í framkvæmdir á skólalóð og bílastæði við Hrafnagilsskóla

Föstudaginn 20. maí kl. 11:00 voru opnuð tilboð í framkvæmdir á skólalóð og bílastæði við Hrafnagilsskóla.

20.05.2011

Vortónleikar í Aldísarlundi fimmtudaginn 19. maí kl. 14

Kór Hrafnagilsskóla verður með vortónleika sína
fimmtudaginn 19. maí í Aldísarlundi og hefjast þeir kl. 14:00.
Takið með ykkur sessu eða teppi til að sitja á. Endilega komið og njótið þess að hlusta á fallegar barnaraddir í bland við lóusöng og píanóundirleik.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
E.s. ef svo ólíklega vildi til að það rigndi þá verða tónleikarnir í Hjartanu í Hrafnagilsskóla.
María Gunnarsdóttir og kórinn

17.05.2011

Sorplosun flýtt um einn dag!

Sorplosun verður fimmtudaginn 19. maí í stað föstudagsins 20. maí í fyrrum Hrafnagilshreppi.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.

16.05.2011

Lóðir á tilboðsverði!

Sveitarstjórn hefur samþykkt að fella niður gatnagerðargjald tímabundið á lóðum nr. 2. 4, 6 og 8 við Bakkatröð í Reykárhverfi vegna atvinnuuppbyggingar.

Þess í stað er óskað eftir tilboðum í lóðirnar.

13.05.2011

Til hamingju Freyvangsleikhús!

Þrotlaus vinna og mikill metnaður hefur fært ykkur heim stærstu verðlaun íslenskra áhugaleikhúsa. Við erum stolt af ykkur!
Menningarmálanefnd

06.05.2011

Eyfirski safnadagurinn – Söfn fyrir börn

Hvorki fleiri né færri en 18 söfn og sýningar við Eyjafjörð opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi laugardaginn 7. maí frá kl 11-17. Tilefnið er Eyfirski safnadagurinn sem nú er haldinn í fimmta sinn. Safnadagurinn er að þessu sinni tileinkaður börnum.

04.05.2011