Fréttayfirlit

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar - opnunartímar um jól og áramót:

Síðasta opnun fyrir jól er föstudaginn 21. desember. Þá er opið eins og venjulega frá kl. 10:30 – 12:30. Á milli jóla og nýárs er opið fimmtudaginn 27. desember frá kl. 16:00-19:00. Safnið opnar eftir áramót fimmtudaginn 3. janúar og er þá opið eins og venjulega.
10.12.2012

Fundur sveitarstjórnar

426. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 11. desember 2012 og hefst kl. 12:00
07.12.2012

Aðventutónleikar

Karlakór Eyjafjarðar, Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Kvennakór Akureyrar halda sameiginlega tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 13. des. kl. 20:30. Kórarnir munu syngja nokkur lög hver og sameinast svo í einum stórum kór í lokin. Stjórnendur eru Daníel Þorsteinsson og Petra Björk Pálsdóttir. Húsið opnar kl. 19:30 og aðgangur er ókeypis.
04.12.2012