Fréttayfirlit

Göngur 2013

Fyrstu göngur verða 7.-8. sept. en 14. sept. norðan Fiskilækjar. Aðrar göngur verða 21.-22. sept. en 28. sept. norðan Fiskilækjar.
23.08.2013

Árshátíð starfsfólks Eyjafjarðarsveitar

Árshátíð starfsfólks Eyjafjarðarsveitar verður haldin föstudaginn 13. september í Funaborg. Húsið opnar kl. 19:30, borðhald hefst kl. 20:00. Skráning í leik-, grunn- og/eða tónlistarskóla, eða á sundlaug@esveit.is Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Nefndin
22.08.2013

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar

Upplýsingar um barnalífeyri, þ.e. rétt til barnalífeyris og hvernig sótt er um, má lesa hér í fylgiskjali.
21.08.2013

Vetraropnunartími sundlaugar

Vetraropnunartími sundlaugar hefur tekið gildi og er sem hér segir: Virka daga kl. 6:30 - 21:00 og um helgar kl. 10:00 - 17:00. Íþróttamiðstöð
20.08.2013

Lokað frá kl. 12:00 fimmtudaginn 15. ágúst, vegna jarðarfarar

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá kl. 12:00 í dag, fimmtudag 15. ágúst, vegna jarðarfarar Péturs Róberts Tryggvasonar.
15.08.2013

Að sveitamannasið – Töðugjöld í Gamla bænum Laufási

Sunnudaginn 18. ágúst verða „Töðugjöld“ í Laufási og hefst dagskráin í Laufáskirkju kl. 13.30 þar sem hlýða má á ýmsan fróðleik um hversu mikilvægur heyskapurinn var fyrir menn og skepnur. Söngglaðir sveitungar taka lagið undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur ásamt húskarlinum og einsöngvaranum Þorkeli Pálssyni frá Höfða í Grenivíkurhreppi. Í Gamla bænum verður handverksfólk að störfum og ljósmyndasýning um „þarfasta þjóninn“, sem var eins og viðurnefnið bendir til ómissandi starfskraftur við bústörfin.
14.08.2013

Fundarboð - 435. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

435. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 14. ágúst 2013 og hefst kl. 12:00
09.08.2013

Norsku fyrirsæturnar mættar á Handverkshátíð

Undirbúningur Handverkshátíðar 2013 stendur sem hæst. Sölutjöld og veitingatjald rísa núna á svæðinu og sýnendur eru að koma sér fyrir. 90 sölubásar af öllu landinu með íslensku handverki og hönnun eru á sýningunni í ár. Norskar „kýr“ eru nú komnar á svæðið og munu skarta rammíslensku prjónlesi alla sýningarhelgina. Veðrið er dásamlegt í Eyjarfirðinum og bjóðum við landsmenn velkomna á Handverkshátíð sem hefst á morgun kl: 12 og stendur fram til mánudags.
08.08.2013

Þáttur um Handverkshátíðina á RÚV í kvöld

Þáttur um 20. Handverkshátíðina í Eyjafjarðarsveit og landbúnaðarsýningu sem haldnar voru sumarið 2012 verður sýndur í kvöld á RÚV kl: 19:35
30.07.2013

Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit

Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit hefur tekið gildi. Þar eru ýmsar reglur um búfjárhaldið en helstu nýmæli eru þau að vörsluskylda er á öllu búfé neðan fjallsgirðinga allt árið og er búfjárhaldið neðan fjallsgirðinga að öllu leyti á ábyrgð umráðamanns búfjárins.
17.07.2013