Fréttayfirlit

Fræðsla fyrir íþróttafólk

UMSE mun standa fyrir tveim fyrirlestrum á Hrafnagili þriðjudaginn 2. desember. Fyrirlestrarnir eru ætlaðir íþróttafólki, 11 ára og eldri. Þeir fara fram í Hrafnagilskóla og hefjast kl. 17:00 og 18:15. Stutt hlé verður á milli þeirra og boðið upp á léttar veitingar. Ekkert þátttökugjald er að fyrirlestrinum og eru foreldrar sérstaklega velkomnir.
27.11.2014

Æfingabúðir í borðtennis á vegum UMSE og Umf. Samherja á Hrafnagili um næstu helgi

Næstu helgi stendur borðtennisnefnd UMSE fyrir æfingabúðum í borðtennis í samstarfi við Umf. Samherja. Kennari í æfingabúðunum kemur frá Borðtennissambandi Íslands. Einnig verður aðili frá Pingpong.is með í för og ætlar að vera með hluta af vöruúrvalinu sínu meðferðis. Æfingabúðirnar fara fram á Hrafnagili og verða í þremur lotum. Fyrsta lotan er milli kl. 9:00 og 12:00 laugardaginn 29. nóvember og önnur milli kl.14:00 og 17:00 sama dag. Þriðja lotan verður svo frá kl. 9:00 til 12:00 á sunnudaginn 30. nóvember. Opið borðtennismót hefst kl. 13:00.
26.11.2014

FUNDARBOÐ 456. fundar sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ 456. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 19. nóvember 2014 og hefst kl. 15:00
17.11.2014

Afmælisboð

Þann 25. október varð kvenfélagið Hjálpin 100 ára. Miklar breytingar hafa orðið á þessum 100 árum eins og í samgöngum en þá ferðuðust konur um fótgangandi eða á hestum. Boð voru látin ganga í opnu bréfi með ákveðnu skipulagi á milli bæja og voru kirkjuferðir jafnan notaðar til að koma boðum áleiðis og ræða tiltekin mál. Í dag nýtum við tölvutæknina til að koma þeim skilaboðum áleiðis að við ætlum að vera með afmælisveislu í Funaborg þann 16. nóvember kl. 14.00 Af því tilefni langar okkur að bjóða sveitungum og velunnurum okkar og þá sérstaklega íbúum Saurbæjarhrepps hins forna og fyrrverandi félagskonum að koma og fagna þessum tímamótum með okkur. Kvenfélagið Hjálpin
13.11.2014

Auglýst er eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa innan UMSE sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Umsóknarfrestur í sjóðinn er til og með 1. desember n.k. og verður úthlutað úr sjóðunum 15. desember.
12.11.2014

Straumleysi 11. nóvember

Rafmagnslaust verður vegna strengvæðingar í Eyjafirði á morgun þriðjudaginn 11. nóvember 2014: - frá Hrafnagil að Espigrund frá kl. 10:30 til 14:00. - frá rofa við Dalsgerði norður að Espihóli frá kl. 11:30 til 14:00. - Dælustöð við Botn frá kl. 10:30 til 11:00.
10.11.2014

Straumleysi 5. nóvember

Miðvikudaginn 5. nóvember verður straumlaust á svæðinu frá Hrafnagili að Dalsgerði (mynd 1) frá kl. 10.30.-11.00 vegna vinnu við útskipti á rofum. Nokkrir bæir verða straumlausir áfram til kl. 14 vegna vinnu við endurnýjun á rafstreng en það eru: Víðigerði, Hólshús 1 og 2, Grund og Grund 2, Möðrufell, Samkomugerði og Samkomugerði 2, Torfur, stöðvarhús Djúpadalsárvirkjunar og sumarhúsið Maríugerði (myndir 2-5). RARIK
04.11.2014