Fréttayfirlit

Samantekt um stöðu landbúnaðar og matvælaframleiðslu við Eyjfjörð

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 30. september 2015 var á dagskrá samantekt Hólmgeirs Karlssonar, varaoddvita um stöðu landbúnaðar og matvælaframleiðslu við Eyjafjörð. Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða: Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á þingmenn að taka málið upp og að þessir samningar um tollaniðurfellingu verði ekki staðfestir af Alþingi nú, en þess í stað einbeiti menn sér að því strax á haustþingi að undirbúa nýja samninga um starfsskilyrði landbúnaðarins til lengri tíma, en núverandi samningar (búvörusamningur) renna út í lok næsta árs. Tollamál eru og hafa verið hluti af þeim samningum og því rökrétt að ákvarðanir um breytingar á þeim verði teknar samhliða gerð nýrra samninga við greinina til lengri tíma.
01.10.2015

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 30. september kl. 15:00 í fundarstofu sveitarstjórnar, Skólatröð 9.
29.09.2015

Hrossasmölun og hrossaréttir 2015

Hrossasmölun verður föstudaginn 2. október og hrossaréttir laugardaginn 3. október sem hér segir: Þverárrétt kl. 10:00 Melgerðismelarétt kl. 13:00 Gangnaseðlar verða sendir þeim sem lagt er á og einnig birtir á netinu. Fjallskilanefnd
23.09.2015

Íslenska og vinnustundir á unglingastigi - Kynningarfundur á Bókasafni Eyjafjarðarsveitar

Miðvikudaginn 23. september verður kynningarfundur kl.20.00 fyrir foreldra nemenda á unglingastigi og aðra áhugasama. Kennarar á unglingastigi munu kynna breyttar áherslur í íslenskukennslu á unglingastigi og vinnustundir sem er nýleg kennsluaðferð í Hrafnagilsskóla. Erindi frá kennurum standa yfir í 40-50 mínútur og gert er ráð fyrir umræðum og spurningum í lokin. Við hvetjum alla áhugasama til að koma og taka þátt í uppbyggilegu samræðum um nám og kennslu ungmenna. Hlökkum til að sjá sem flesta, Lilja, Páll, Ása og Hans
16.09.2015

Þjóðarsáttmáli um læsi

Þjóðarsáttmáli um læsi milli Eyjafjarðarsveitar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins var undirritaður s.l. mánudag. Í sáttmálanum felst skuldbinding af hálfu beggja aðila um að vinna að framförum í lestri og læsi á næstu fimm árum. Þegar meðaltal síðustu fimm ára í lesskilningshluta samræmdra prófa í 10. bekk í íslensku í Hrafnagilsskóla eru gerðar sambærilegar við niðurstöður PISA frá 2012 þá ná 75% nemenda skólans því markmiði að geta lesið sér til gagns (gögn frá Menntamálastofnun 2015). Það er verkefni sveitarstjórnar, skólanefndar, Hrafnagilsskóla og Krummakots og foreldra að ná því marki að yfir 90% nemenda Hrafnagilsskóla nái að lesa sér til gagns.
02.09.2015

Úrslit í bæjakeppni Funa 2015

Við viljum þakka öllum þeim bæjum og húsum sem tóku þátt í bæjakeppninni og styrktu þar með starf hestamannafélagsins Funa. Úrslit í öllum flokkum má sjá hér
02.09.2015