Fréttayfirlit

Fundarboð 504. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

504. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 19. október 2017 og hefst kl. 15:00. Dagskrá:
19.10.2017

Hugmyndasamkeppni um þróun og nýtingu svæðis ofan Hrafnagilshverfis til útivistar

Sveitarfélagið festi nýlega kaup á skóglendi ofan Hrafnagilshverfis, en áður tilheyrði aðeins lítill hluti þess sveitarfélaginu. Á þessu svæði er m.a. Aldísarlundur sem um árabil hefur nýst skólasamfélaginu afar vel. Með stækkun þessa svæðis, ofan Aldísarlundar, opnast ýmsir möguleikar til útivistar, kennslu og leikja bæði fyrir skólasamfélagið og íbúa. Sveitarstjórn hefur áhuga á að útfæra hugmyndir og ráðast í framkvæmdir á svæðinu sem væru til þess fallnar að auka samveru og útivist íbúanna. Sveitarstjórn leitar því til íbúa sveitarfélagsins eftir hugmyndum um hvernig best væri að nýta svæðið.
18.10.2017

Alþingiskosningar 28. okt. 2017

Kjörskrá, vegna alþingiskosninga 28. október 2017, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar á almennum skrifstofutíma frá og með 18. október 2017. Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
18.10.2017

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – Kynning 10. október

Ferðamálastofa og Eyþing standa sameiginlega að kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða nk. þriðjudag, þann 10. október. Fyrri fundurinn verður haldinn á Akureyri kl. 11.00 – 12.30 á Hótel Kea og sá seinni í Seiglunni, Laugum í Þingeyjarsveit kl. 15-16.30.
04.10.2017

Hrossasmölun og hrossaréttir 2017

Hrossasmölun verður 6. október og hrossaréttir 7. október. Gangnaseðlar hafa verið sendir út og eru einnig aðgengilegir hér:
04.10.2017