Fréttayfirlit

Kvennahlaup ÍSÍ 2017

Kvennahlaupið fer fram sunnudaginn 18. júní kl. 11.00. Upphitun hefst stundvíslega kl. 10.30 fyrir framan Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Í boði verður að hlaupa 2,5 og 5 km. Hlaupið verður á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis. Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Við hvetjum því allar konur til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum. Skráning í hlaupið hefst í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar fimmtudaginn 15. júní. Verð á bolum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Vonumst til að sem flestar konur og karlar taki daginn frá og hlaupi með okkur. Frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu.
13.06.2017

Fundarboð 498. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

498. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 14. júní 2017 og hefst kl. 15:00
09.06.2017

Grunnskólakennari

Óskum eftir að ráða grunnskólakennara að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Ráðningin er tímabundin í eitt ár. Um er að ræða 80-100% kennarastöðu á yngsta stigi og ráðið er frá 1. ágúst 2017. Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli u.þ.b. 12 km. fyrir innan Akureyri og eru u.þ.b. 150 nemendur í skólanum. Uppeldisstefna Hrafnagilsskóla er Jákvæður agi og áhersla er lögð á teymisvinnu.
29.05.2017

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2016 staðfestur.

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2016 tekin til síðari umræðu og samþykktur samhljóða. Heildartekjur A og B hluta voru 877,4 m. kr., sem er um 9,4% hækkun frá fyrra ári, heildarútgjöld án fjármagnsliða, voru 864,6 m.kr en það er um 6,3% hækkun frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 81,9 m.kr.
26.05.2017

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar - Lokað vegna viðhalds!

Íþróttamiðstöðin verður lokuð vegna viðhalds dagana 22. maí – 2. júní. Opnum aftur laugardaginn 3. júní kl. 10:00. Sjáumst hress, kveðja frá starfsfólki Íþróttamiðstöðvar
15.05.2017

Ársreikningur 2016

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 10. maí 2017, var lagður fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Fyrirliggjandi ársreikningur endurspeglar sterka stöðu Eyjafjarðarsveitar.
11.05.2017

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða stöður deildarstjóra, 100% og sérkennslustjóra, 30%. Leikskólinn er staðsettur í Hrafnagilshverfinu, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar, í umhverfi sem hefur upp á einstaka möguleika að bjóða til útináms og hreyfingar. Deildir eru þrjár og nemendur rúmlega 60 á aldrinum eins til sex ára. Unnið er í samræmi við uppeldisstefnu Jákvæðs aga og markvisst unnið með málrækt og læsi, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu og tónlist.
10.05.2017

Orlofsferðir húsmæðra 2017-2018

19.-21. maí verður farið með rútu til Borgarfjarðar. Gist á Hótel Bifröst. Skoðunarferðir um Borgarfjörð. Grímseyjarferð með Ambassador 22. júní farið kl. 18:00 frá Akureyri og komið til baka um kl. 00:30. Hvala- og lundaskoðun farið yfir heimskautsbaug. Borðað í félagsheimili Grímseyjar áður en farið er til baka. Helgarferð á Löngumýri 3.-5. nóv. Prjónanámskeið, harðangur o.fl. Vorferð til Cardiff 26. apríl - 1. maí 2018. Flogið verður með Icelandair frá Akureyri.
10.05.2017

Fundarboð 496. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

496. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 10. maí 2017 og hefst kl. 15:00
08.05.2017

Hjólreiðafélag Akureyrar heldur mót á laugardaginn

Hjólreiðafélag Akureyrar mun standa fyrir fyrsta hjólreiðamóti ársins núna á laugardaginn 6. maí. Þetta mót er svo kallað Time Trial eða TT mót og eru keppendum startað einum í einu og snýst keppninn um að hjóla sem hraðaðst frá afleggjaranum við Kjarnaskóg í gegn um Hrafnagil þar sem snúið verður við og til baka. Vonandi sjá heimamenn sér fært að koma og fylgjast með en gert er ráð fyrir fyrstu keppendum inn á Hrafnagil kl. 10:20 og mótinu lokið kl. 12:00
03.05.2017