Fréttayfirlit

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa gefið út leiðbeiningar vegna aðventu, jóla og áramóta 2020

Aðvent­an er geng­in í garð og und­ir­bún­ing­ur hátíðanna nær fljót­lega há­marki. Rík hefð er fyr­ir því að fólk komi sam­an og njóti sam­ver­unn­ar og alls þess sem hátíðarn­ar hafa upp á að bjóða. Fyr­ir mörg okk­ar verður þessi tími frá­brugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. Samt sem áður höf­um við ýmsa mögu­leika á því að gleðjast sam­an. Sum­ar at­hafn­ir fela í sér meiri áhættu en aðrar og þess­ar leiðbein­ing­ar inni­halda ráðlegg­ing­ar um það hvernig gott sé að haga mál­um yfir hátíðarn­ar.
01.12.2020
Fréttir

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2021 og 2022-2024 samþykkt í sveitarstjórn

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021 og árin 2022 - 2024 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 26. nóvember 2020.
27.11.2020
Fréttir

Lóðir fyrir einkaflugskýli á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit - áhugakönnun

Í tilefni fyrirspurna um lóðir fyrir flugskýli á flugvallarsvæðinu á Melgerðismelum kannar sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit nú grundvöll þess að deiliskipuleggja svæði fyrir uppbyggingu einkaflugskýla á svæðinu. Sveitarfélagið hefur yfir að ráða um 0,5 ha stóru svæði við norð-vestur enda flugbrautarinnar þar sem með góðu móti má koma fyrir u.þ.b. 8 lóðum fyrir flugskýli að stærð 200-300 fm. Ef fýsilegt reynist að ráðast í uppbyggingu af þessu tagi myndi sveitarfélagið annast deiliskipulag, gerð aðkomuleiðar auk öflunar neysluvatns og fráveitukerfis, en eftirláta húsbyggjendum annan frágang.
27.11.2020
Fréttir

Ytri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit – lýsing vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 26. nóvember 2020 að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 fyrir almenningi á grundvelli 1. mgr. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið tekur til áforma um uppbyggingu baðstaðar ásamt tilheyrandi þjónustu í landi Ytri-Varðgjár. Ráðgert er að aðkoma að staðnum verður frá þjóðvegi nr. 1 þar sem þegar er aðkomuvegur um 400 m austan gatnamóta við Eyjafjarðarbraut eystri. Gert er ráð fyrir að heitt vatn verði leitt að staðnum með lögn frá Vaðlaheiðargöngum, í samstarfi við Norðurorku.
27.11.2020
Deiliskipulagsauglýsingar

Þórustaðir II, Eyjafjarðarsveit – breyting á gildandi deiliskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 16. apríl 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði í landi Þórustaða II í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 2,3 ha að flatarmáli og er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB20. Breytingin felst í að einni 2138 fm íbúðarlóð fyrir einbýlishús er bætt við deiliskipulag.
27.11.2020
Deiliskipulagsauglýsingar

Ullarflutningar í Eyjafjarðarsveit

Ull verður sótt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 28. nóvember. Svo hægt sé að skipuleggja flutningana sem best eru þeir bændur sem verða tilbúnir með ull beðnir um að hafa samband við Rúnar í s: 847-6616 eða á netfangið run@simnet.is, Bigga í Gullbrekku í s: 845-0029 eða Hákon á Svertingsstöðum í s: 896-9466 eða á netfangið konnisvert@gmail.com. Munið að merkja, vigta og skrá ullina. Tilgreina þarf pokafjölda og hve mörg kíló bændur eru að senda frá sér. Skráningarblað verður að fylgja ullinni við afhendingu á bíl. Byrjað verður á Halldórsstöðum seinni part föstudags 27. nóvember og bílinn verður staðsettur á Melgerðismelum milli kl. 11:00 og 12:00 laugardaginn 28. nóvember og kl. 13:00 við Svertingsstaði.
26.11.2020
Fréttir

Viltu auka nýsköpunarhæfni þína? Ratsjáin

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðausturlandi (SSNE) í samvinnu við fleiri, bjóða nú fyrirtækjum á sínu starfssvæði að taka þátt í Ratsjánni. Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi.
25.11.2020
Fréttir

Ný samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Eyjafjarðarsveit

Tekið hefur gildi ný samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Eyjafjarðarsveit. Samþykktina er hægt að sjá hér https://www.esveit.is/static/files/Samthyktir/umh20060096-hundar-og-kettir-i-eyjafjardasveit_undirritad.pdf
24.11.2020
Fréttir

Fundarboð 558. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Fundarboð: 558. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 23. nóvember 2020 og hefst kl. 15:00
24.11.2020
Fréttir

Fullveldishátíð fellur niður 2020

Menningarmálanefnd hefur ákveðið að vegna aðstæðna í þjóðfélaginu núna verði ekki fullveldishátíð 1. des. í Laugarborg eins og undanfarin ár, því miður. Menningarmálanefnd.
24.11.2020
Fréttir