Fréttayfirlit

Eyjafjarðarbraut lokuð við Skáldstaði vegna vatnsflæmis úr Eyjafjarðará

Eyjafjarðará hefur brotist úr árfarvegi sínum við Skáldstaði og er vegurinn því lokaður, vegfarendum bent á að fara Hólaveg, austan ár, þurfið þeir að komast framar í sveitina.
13.01.2020
Fréttir

Snjómokstur aðfaranótt föstudags

Stefnt er á að mokað verði í nótt, aðfaranótt föstudags, líkt og fyrri nótt. Veður er hinsvegar með því móti að fljótt skefur í skafla og því mikilvægt að vegfarendur hafi varann á en ófært getur orðið með skömmum fyrirvara í þeim aðstæðum sem nú eru.
09.01.2020
Fréttir

Snjómokstur

Búið er að moka neðri hringinn að Hrafnagili og verður honum haldið opnum í dag. Þá er verið að moka Eyjafjarðarsbraut vestri að Gullbrekku. Fylgst verður með veðri og verða aðrar leiðir mokaðar um leið og veður gengur niður.
08.01.2020
Fréttir

Nafnasamkeppni

Í nóvember sl. samþykktu EYÞING, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga sameiningu félaganna þriggja undir hatti nýrra samtaka. Þessi samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra efna hér með til nafnasamkeppni um heiti félagsins.
07.01.2020
Fréttir

Umsóknarfrestur vegna áhersluverkefna framlengdur til 31. janúar 2020

Vakin er athygli á að umsóknarfrestur vegna áhersluverkefna fyrir árið 2020 hefur verið framlengdur til 31. janúar 2020.
07.01.2020
Fréttir

Kynningarfundum í Borgarnesi, Húnavatnshreppi, Reykjadal og á Egilsstöðum frestað

Kynningarfundum umhverfis- og auðlindaráðherra um Hálendisþjóðgarð, sem halda átti í Borgarnesi og Húnavatnshreppi í dag og í Reykjadal og á Egilsstöðum á morgun er frestað vegna veðurs. Nýjar tímasetningar fyrir fundina verða auglýstar á næstu dögum.
07.01.2020
Fréttir