Fréttayfirlit

Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs fyrir skólaárið 2020-2021 - Umsóknarfrestur til 15. apríl.

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020. *Hægt er að sækja um styrk til og með 15. apríl 2021. *Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020–2021. Athugið að hægt er að koma með kvittanir fyrir íþrótta- og tómstundastarfi sem greitt var fyrir í upphafi skólaárs eða frá hausti 2020.
24.03.2021
Fréttir

Lýðheilsustyrkur

Eyjafjarðarsveit veitir íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri styrk til heilsueflingar. Markmið lýðheilsustyrkja er að stuðla að aukinni heilsueflingu, líkamlegri og félagslegri. Styrkur er veittur vegna skráninga- og þátttökugjalda fyrir einstaklinga á aldrinum 67 ára og eldri með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt félagsstarf og líkamsrækt sem stuðlar að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá lýðheilsunefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum. Styrkur árið 2021 er fjárhæð 15.000 kr. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs. Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda: Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða félagsstarf eða líkamsrækt er verið að greiða. Staðfestingu á greiðslu. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.
23.03.2021
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er fimmtudagurinn 25. mars. Þá er opið frá kl. 16.00-19.00. Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 6. apríl. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 16.00-19.00. Miðvikudagar frá 16.00-19.00. Fimmtudagar frá 16.00-19.00. Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.
23.03.2021
Fréttir

Íþróttamiðstöð – Uppfært

Lokað vegna samkomutakmarkana!
23.03.2021
Fréttir

SSNE - Hacking Norðurland- MATUR-VATN-ORKA

Lausnamót Hacking Norðurland er lausnamót sem fer fram dagana 15.-18. apríl 2021 á Norðurlandi. Unnið verður með sjálfbæra nýtingu auðlinda svæðisins með tilliti til matar, vatns og orku. Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Norðurlandi. Hacking Norðurland er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Eims, Nordic Food in Tourism, SSNE, SSNV og Nýsköpun í norðri. Íslandsbanki styrkir verkefnið. Dagskrá Lausnamótið fer að stærstum hluta til fram í gegnum Hugmyndaþorp, sem er stafræn leið til samsköpunar, þróuð er af sprotafyrirtækinu Austan mána í samstarfi við Hacking Hekla. Þátttaka er því ekki háð staðsetningu og er öllum velkomið að taka þátt. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast nýtingu auðlinda á Norðurlandi, tengjast nýju fólki og eflast í að vinna ný verkefni út frá áskorunum svæðisins. Lausnamótið hefst 15. apríl með opnunarviðburði og vefstofu þar sem rætt verður um þau tækifæri sem felast í auðlindum svæðisins. Föstudaginn 16. apríl hefst svo lausnamótið sjálft sem stendur í 48 klukkustundir. Samstarfsteymi Hacking Norðurland mun ferðast á milli frumkvöðlasetra á svæðinu meðan á lausnamótinu stendur og geta þátttakendur nærri þeim setrum nýtt sér möguleikann á því að vinna að hugmyndum sínum þar. Lausnamótið endar sunnudaginn 18. apríl með lokaviðburði þar sem dómnefnd velur þrjú bestu verkefnin.
22.03.2021
Fréttir

Nýbygging Hrafnagilsskóla - umsagnir við greinagerð

Hér má finna samantekt yfir þær ábendingar sem borist hafa vegna greinagerðar sveitarstjórnar um nýbyggingaráform við Hrafnagilsskóla.
16.03.2021
Fréttir

Sumarstarf - Flokkstjóri vinnuskóla

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar. Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum. Starfstími vinnuskólans er frá byrjun júní fram í ágúst. Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi. Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2021. Umsóknir sendist á esveit@esveit.is eða í bréfpósti á Eyjafjarðarsveit, Skólatröð 9, 605 Akureyri.
16.03.2021
Fréttir

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 – tillaga að breytingu vegna efnistöku og vegtenginga

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 5. nóvember 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.03.2021
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar

Leyndardómar Einkasafns Aðalsteins

Í dag, þriðjudaginn 9. mars, kl. 17:00-17:40 verður Aðalsteinn Þórsson myndlistarmaður með þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Bakgrunnur og starf Einkasafnsins – verk myndlistarmannsins Aðalsteins Þórssonar. Í fyrirlestrinum fjallar Aðalsteinn um feril sinn sem myndlistarmaður og verkefnið Einkasafnið.  Fréttina í heild sinni má lesa hér.
09.03.2021
Fréttir

Hjólasöfnun Barnaheilla - Hægt að sækja um hjól til 1. maí 2021

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hefja von bráðar hjólasöfnun sína í tíunda sinn. Frá upphafi Hjólasöfnunarinnar árið 2012 hafa rúmlega 2.000 börn og ungmenni notið góðs af því að fá hjól úr söfnuninni. Hjólasöfnunin er unnin í samstarfi við Æskuna - barnahreyfingu IOGT, Sorpu og ýmsa aðra velunnara. Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn og ungmenni í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Þannig fá þau tækifæri til að eflast félagslega auk þess sem lýðheilsuleg sjónarmið eru að baki sem efla bæði líkamlegt og andlegt heilsufar. Börnin geta þannig með auknum hætti verið þátttakendur í samfélagi annarra barna. Almenningur er hvattur til að gefa reiðhjól til söfnunarinnar og fara með þau á móttökustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu og sjá sjálfboðaliðar um viðgerðir á hjólunum áður en þeim er úthlutað til barna og ungmenna sem að öðrum kosti gefst ekki kostur á að eignast hjól. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2021. Umsóknareyðublað eru fyllt út á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.  Barnaheill hefur samband við umsóknaraðila til að finna tíma til að úthluta þeim hjólum. Undanfarin ár hefur Barnaheill verið í samstarfi við Eimskip/Flytjanda sem hafa flutt hjólin fyrir Barnaheill á milli landshluta í þeim tilfellum sem umsóknaraðilar eru búsettir á landsbyggðinni.
03.03.2021
Fréttir