Fréttayfirlit

Gangnaseðlar hrossasmölunar 2022

Hrossasmölun verður föstudaginn 30. september og stóðréttir í framhaldi þann 1. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt.
22.09.2022
Fréttir

Íþróttavika Evrópu 23.9.-30.9.

Eyjafjarðarsveit tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu dagana 23.-30. september og stendur fyrir ýmsum viðburðum. Meðfylgjandi er dagskrá íþróttaviku Evrópu í Eyjafjarðarsveit.
21.09.2022
Fréttir

Birkifræsöfnun í Garðsárreit 22. september

Skógræktin og Landgræðslan óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins í anda Bonn-áskorunarinnar. Átakinu í ár verður hleypt formlega af stokkum í Garðsárreit í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 22. september kl 17. Í Eyjafirði er gott birkifræár og því fullt af fræi til að tína.
21.09.2022
Fréttir

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum fyrir 18. október vegna úthlutunar úr sjóðnum 1. nóvember næstkomandi.
20.09.2022
Fréttir

Hólavegur lokaður í dag föstudag 16. september

Hólavegur verður lokaður frá hádegi og fram eftir degi í dag norðan við Vatnsenda, vegna ræsaviðgerða
16.09.2022
Fréttir

Fundarboð 593. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 593 FUNDARBOÐ 593. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 8. september 2022 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 1 - 2208011F 1.1 2103006 - Kosning ritara nefndarinnar 1.2 2208014 - Kynning á stafrænu umhverfi og skipulagi 1.3 2208003 - Erindisbréf atvinnu- og umhverfisnefnd 1.4 2208024 - Ákvörðun um fundartíma og áætlaðir fundir vetrarins 1.5 2208025 - Frumkvöðlaeldhús í Eyjafjarðarsveit 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 373 - 2209002F 2.1 2209009 - Kosning varaformanns 2.2 2103006 - Kosning ritara nefndarinnar 2.3 2208022 - Örk - Umsókn um tvo byggingarreiti 2.4 2208031 - Akureyrarbær - Breyting á deiliskipulagi vegna stofnstígs meðfram Leiruvegi 2.5 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði 2.6 2208023 - Ölduhverfi framkvæmdaleyfi vegna vinnubúða 2.7 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II 2.8 2209003 - Reykhús 4 - aðalskipulagsbreyting Fundargerðir til kynningar 3. Norðurorka - Fundargerð 276. fundar - 2209011 4. Norðurorka - Fundargerð 277. fundar - 2209010 Almenn erindi 5. Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu - 2209004 06.09.2022 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
06.09.2022
Fréttir

Auglýst eftir fólki í ritnefnd Eyvindar

Velferðar- og menningarnefnd auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í ritnefnd Eyvindar. 
02.09.2022
Fréttir

75 ára afmælismálþing RARIK

Í tilefni af 75 ára afmæli RARIK verður efnt til málþinga í september í Stykkishólmi, á Selfossi, Egilsstöðum og Akureyri, dagana 7. til 13. september. Yfirskrift málþinganna er: Rafmagnið í lífi okkar – hreyfiafl landsbyggðar til framtíðar Á málþingunum verður fjallað um orkuskipti og önnur spennandi verkefni sem framundan eru í orkumálum og hlutverk RARIK sem framsækið tæknifyrirtæki í þeim breytingum. Málþingin verða öllum opin og aðgangur ókeypis. Húsin opna klukkan 16:30 og verður boðið upp á léttar veitingar ásamt lifandi tónlist um leið og fulltrúar RARIK munu spjalla við gesti um helstu verkefni sem unnið hefur verið að á hverju svæði og svara spurningum. Að því loknu klukkan 17:00 mun Magnús Þór Ásmundsson forstjóri RARIK hefja málþingin en eftirfarandi frummælendur munu taka til máls: Ný tækifæri í breyttri framtíð Bergur Ebbi rithöfundur og ráðstefnustjóri. Afhendingaröryggi og þjónusta RARIK stendur frammi fyrir hraðri tæknivæðingu samtímans og áskorunum framtíðarinnar með auknum kröfum um gæði rafmagns, sveigjanlega notkun og fyrirsjáanlega þjónustu. Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK. Orkuskipti og loftslagsmál Loftslagsbreytingar eru ein mesta áskorun samtímans. Fjallað verður um stöðuna í orkuskiptum frá sjónarhóli RARIK. Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri kerfisstýringar RARIK. Verðskráin í nútíð og framtíð Það kostar að koma rafmagninu á milli staða. En hvernig er verðskráin ákveðin og hver er munurinn á framleiðslu, sölu og dreifingu? Getur regluverk um raforkumál verið skemmtilegt? Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, þróunarstjóri nýsköpunar og greininga hjá RARIK. Konur í orkumálum Hver er staða jafnréttismála í orkugeiranum? Hver eru tengsl kynjajafnréttis á vinnustað og frammistöðu fyrirtækja og metnaðarfullra skuldbindinga þeirra um sjálfbæra framtíð? Hildur Harðardóttir, formaður Kvenna í orkumálum og verkefnisstjóri á sviði samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Á milli dagskráratriða verða birt stutt myndbrot úr kynningarmyndbandi sem unnið hefur verið í tilefni afmælisins. Málþing RARIK verða eftirtalda daga: 7. september – Hótel Stykkishólmur 8. september – Hótel Selfoss 12. september – Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum 13. september – Hof - Hamrar, Akureyri Húsin opna klukkan 16:30 með léttum veitingum og dagskrá málþinga hefst klukkan 17:00 og stendur til 18:30.
02.09.2022
Fréttir

Eyrarland, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst 2022 sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Eyrarlands í kynningarferli. Í aðalskipulagstillögunni felst að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB14, þar sem í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir 10 íbúðarhúsum, eru auknar í 15 hús. Deiliskipulagstillagan tekur til tíu íbúðarlóða á íbúðarsvæði ÍB14, á spildu austan Veigastaðavegar og sunnan íbúðarbyggðarinnar Kotru.
01.09.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Samkomugerði, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst 2022 sl. að vísa deiliskipulagstillögu fyrir frístundabyggð í landi Samkomugerðis 1 í kynningarferli. Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir nýju frístundasvæði á landeigninni Samkomugerði 1 landsp. 1 þar sem heimilt er að byggja þrjú frístundahús. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur frístundahúsum og er byggingarheimild fyrir einu húsi á svæðinu því óráðstafað að sinni.
01.09.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar