Fréttayfirlit

Könnun fyrir foreldra/forsjáraðila vegna þjónustu í þágu barna - The Child Services Survey - Ankieta dotycząca opieki nad dziećmi

Könnun fyrir foreldra/forsjáraðila vegna þjónustu í þágu barna Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að gera rannsókn sem mun leggja grunn að mati á árangri farsældarlaga. Einn liður í rannsókninni er að mæla reynslu foreldra/forsjáraðila af núverandi þjónustu sem veitt er í mennta-, félags- og heilbrigðiskerfi, þannig að síðar verði hægt að meta hvort breyting hafi orðið á þjónustunni. Þetta er gert með því að bjóða öllum foreldrum/forsjáraðilum barna á Íslandi, á aldrinum 0 til 17 ára, að svara könnun um málefnið. Hvetjum foreldra/forsjáraðila til að taka þátt í könnuninni. Sjá upplýsingar um rannsóknina — See information about the study — Zobacz informacje o badaniu
26.05.2023
Fréttir

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km. fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli er heilsueflandi grunnskóli og uppeldisstefnan er Jákvæður agi. Skólaþróun síðustu ár hefur m.a. snúist um heilsueflingu, tölvur og tækni. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is. Grunnskólakennari/sérkennari í sérdeild Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80 - 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Um er að ræða stöðu sérkennara í sérdeild unglingsstúlkna og kynsegin einstaklinga sem dvelja á meðferðarheimilinu Bjargeyju sem staðsett er á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Leitað er eftir kennara sem hefur reynslu af kennslu á unglingastigi. Menntun í sérkennslufræðum er æskileg. Grunnskólakennari á unglingastig, afleysingastaða til eins árs Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80 - 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Starfið felur aðallega í sér stærðfræðikennslu og umsjón með bekk á unglingastigi. Grunnskólakennari - íþróttakennari í hlutastarf Óskum eftir að ráða íþróttakennara í 50% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Í starfinu felst íþróttakennsla ásamt öðrum íþróttakennara. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með því að bæta við kennslu innan skólans í öðrum fögum. Menntunar- og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla. Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda. Sýnir metnað fyrir hönd nemenda. Vinnur í samvinnu við kennara og annað fagfólk. Sýnir árangur í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Gott orðspor og krafa um að framkoma og athafnir á vinnustað samrýmist starfinu. Laun kennara eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Nánari upplýsingar um kennarastöðuna í Bjargeyju veitir forstöðumaður Bjargeyjar, Ólína Freysteinsdóttir í gegnum netfangið, olina.freysteinsdottir@bofs.is. Upplýsingar um aðrar stöður veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um lausar stöður með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð á netföngin; hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2023. Forstöðumaður frístundar Óskum eftir að ráða forstöðumann frístundar í hlutastarf frá 1. ágúst 2023. Vinnutími er milli klukkan 14:00 og 16:00 alla virka daga og einhverja daga frá klukkan 12:00. Forstöðumaður frístundar starfar undir stjórn skólastjóra. Hann ber faglega ábyrgð á starfsemi frístundar, er verkstjóri og næsti yfirmaður starfsmanna í frístund. Hann hefur umsjón með skráningu barna og stendur skil á innheimtulistum þar að lútandi. Uppeldismenntun er æskileg. Leitað er eftir starfsmanni sem: Hefur reynslu af starfi með börnum. Sýnir metnað í starfi. Er fær og lipur í samskiptum. Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Getur leyst mál í samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Hefur gott orðspor og gerð er krafa á að framkoma og athafnir á vinnustað sem samrýmist starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2023. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um stöðuna með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð með netpósti á netföngin; hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.
26.05.2023
Fréttir

Espihóll, Eyjafjarðarsveit - kynning aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 18. apríl 2023 að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir fyrirhugað íbúðarhús á landareigninni Espihóli, í kynningu.
23.05.2023
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Sumarlokun bókasafnsins

Þá er sumarið vonandi á næsta leiti og því fylgir að almenningsbókasafnið lokar þar til í byrjun september. Miðvikudagurinn 31. maí er síðasti opnunardagur á þessu vori. Þá er opið frá kl. 14:00-17:00. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 14.00-17.00 Miðvikudagar frá 14.00-17.00 Fimmtudagar frá 14.00-18.00 Föstudagar frá 14.00-16.00 Gott væri að minna skólabörnin á að skila því sem þau eru með af safninu. Ég vil þakka öllum þeim sem nýttu sér safnið í vetur. Vonandi verða enn fleiri næsta vetur sem koma í heimsókn og nota sér það sem hér er í boði. Með sumarkveðju, bókavörður.
19.05.2023
Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar – Lokanir í maí

22.-25. maí mun starfsfólk Íþróttamiðstöðvar sitja árleg skyndihjálparnámskeið og þreyta sundpróf samhliða því að sinna vorverkum og viðhaldi. Það verður því lokað hjá okkur þessa daga. Opnum aftur föstudaginn 26. maí kl. 6:30 skv. vetaropnun. 1. júní tekur sumaropnunartíminn við. Við sjáumst svo hress í sundi í sumar, langtímaspáin er góð! Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
16.05.2023
Fréttir

Gjaldskrá á gámasvæði Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn hefur samþykkt innleiðingu á gjaldskrá fyrir móttöku sorps, úrgangs og annarra efna á gámasvæði sveitarfélagsins og er nú hafinn undirbúningur á innleiðingu gjaldtöku á svæðinu.
12.05.2023
Fréttir

LEIKSKÓLASTARFSFÓLK - FRAMTÍÐARSTÖRF

Leikskólinn krummakot í Hrafnagilshverfi leitar eftir starfsfólki í framtíðarstörf Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara eða leiðbeinanda. Í leikskólanum er 100% stöðugildi skipulagt sem 36 klukkustundir á viku. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 77 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: · Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. · Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. . Framúrskarandi samskiptahæfileikar. · Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. · Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2023. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal sendist til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.
09.05.2023
Fréttir

Fundarboð 610. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Ath. dagskrá fundar uppfærð 9.05.23 FUNDARBOÐ 610. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 11. maí 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá Almenn erindi 1. Ytri-Varðgjá - kynning landeigenda á fyrirhuguðum byggingaráformum hótel Gjár - 2304004 Skipulagshönnuður og eigendur af fyrirhuguðu hóteli, Hótel Gjá, mæta til fundar og kynna fyrirætlanir sínar fyrir sveitarstjórn og fulltrúum skipulagsnefndar. Fundargerðir til staðfestingar 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 390 - 2305001F 2.1 2304031 - Kotra 11 - umsókn um stækkun byggingarreits 2.2 2304035 - Hjallatröð 3 - frávik frá budninni byggingarlínu 2.3 2305004 - Espiholt - umsókn um stækkun lóðar 2.4 2305005 - Skólatröð 8 - beiðni um að breyta lóð úr einbýlishúsalóð í parhúsalóð 2.5 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel 2.6 2305008 - Kotra 12 - umsókn um byggingu gestahúss Fundargerðir til kynningar 3. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 925 - 2305007 4. Flokkun Eyjafjörður ehf. - Stjórnarfundur 9. mars 2023 - 2305009 Almenn erindi 5. Hitaveita í Eyjafjarðarsveit - 1901013 6. Lóðarúthlutun tilkynning og samkomulag - 2305011 08.05.2023 Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
08.05.2023
Fréttir

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km. fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli er heilsueflandi grunnskóli og uppeldisstefnan er Jákvæður agi. Skólaþróun síðustu ár hefur m.a. snúist um heilsueflingu, tölvur og tækni. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is. Grunnskólakennari/sérkennari í sérdeild Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80 - 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Um er að ræða stöðu sérkennara í sérdeild unglingsstúlkna og kynsegin einstaklinga sem dvelja á meðferðarheimilinu Bjargeyju sem staðsett er á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Leitað er eftir kennara sem hefur reynslu af kennslu á unglingastigi. Menntun í sérkennslufræðum er æskileg. Grunnskólakennari á unglingastig, afleysingastaða til eins árs Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80 - 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Starfið felur aðallega í sér stærðfræðikennslu og umsjón með bekk á unglingastigi. Grunnskólakennari - íþróttakennari í hlutastarf Óskum eftir að ráða íþróttakennara í 50% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Í starfinu felst íþróttakennsla ásamt öðrum íþróttakennara. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með því að bæta við kennslu innan skólans í öðrum fögum. Menntunar- og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla. Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda. Sýnir metnað fyrir hönd nemenda. Vinnur í samvinnu við kennara og annað fagfólk. Sýnir árangur í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Gott orðspor og krafa um að framkoma og athafnir á vinnustað samrýmist starfinu. Laun kennara eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Nánari upplýsingar um kennarastöðuna í Bjargeyju veitir forstöðumaður Bjargeyjar, Ólína Freysteinsdóttir í gegnum netfangið, olina.freysteinsdottir@bofs.is. Upplýsingar um aðrar stöður veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um lausar stöður með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð á netföngin; hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2023. Forstöðumaður frístundar Óskum eftir að ráða forstöðumann frístundar í hlutastarf frá 1. ágúst 2023. Vinnutími er milli klukkan 14:00 og 16:00 alla virka daga og einhverja daga frá klukkan 12:00. Forstöðumaður frístundar starfar undir stjórn skólastjóra. Hann ber faglega ábyrgð á starfsemi frístundar, er verkstjóri og næsti yfirmaður starfsmanna í frístund. Hann hefur umsjón með skráningu barna og stendur skil á innheimtulistum þar að lútandi. Uppeldismenntun er æskileg. Leitað er eftir starfsmanni sem: Hefur reynslu af starfi með börnum. Sýnir metnað í starfi. Er fær og lipur í samskiptum. Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Getur leyst mál í samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Hefur gott orðspor og gerð er krafa á að framkoma og athafnir á vinnustað sem samrýmist starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2023. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um stöðuna með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð með netpósti á netföngin hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.
08.05.2023
Fréttir

Kroppur íbúðarsvæði - Ölduhverfi, Eyjafjarðarsveit auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Kropps í auglýsingu. Í aðalskipulagstillögunni felst að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB8 í landi Kropps eru auknar úr 80-100 íbúðum í 213 íbúðir.
04.05.2023
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar