Atvinna - framtíðarstarf

Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða konu til starfa.

Um hlutastarf er að ræða, sem er ein kvöldvakt í viku (ca. 20%). Möguleiki á einhverri aukavinnu og afleysingum.

Í starfinu felst m.a. sundlaugargæsla, afgreiðsla, þrif, og baðvarsla.

Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund, stundvísi og jákvæðni. Viðkomandi verður m.a. að hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar. 

Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is

Nánari upplýsingar gefur Erna Lind, forstöðumaður, í síma 895-9611.