Auglýsing um deiliskipulag í Eyjafjarðarsveit

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi  rúmlega 3ja ha. svæðis fyrir 4 einbýlishús í landi Leifsstaða. Svæðið er austan Leifsstaðavegar og sunnan Brúarlands.

Tillagan er auglýst með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og verður hún til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með 16. jan. til  og með 13. feb. 2007. Þeir, sem vilja gera athugasemdir við tillöguna, skulu skila  þeim með skriflegum hætti á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 27. feb. 2007. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

Bjarni Kristjánsson
sveitarstjóri.