Tillaga að deiliskipulagi

Deiliskipulagsauglýsingar

Tillaga að deiliskipulagi svæðis fyrir ferðaþjónustu í landi Syðri-Varðgjár, Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 11. júní 2012 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Syðri-Varðgjár skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær til verslunar- og þjónustusvæðis, sem merkt verður  VÞ5-a með breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 sem auglýst er samhliða auglýsingu þessari. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýju gistihúsi og íbúðarhúsi.

Deiliskipulagstillögu má sjá hér.

Breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti 9. júlí 2014 að auglýsa tillögu að viðauka við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 skv. 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðaukinn inniheldur viðbætur og breytingar á stefnumörkun og skilmálum aðalskipulagsins auk breytinga á landnotkun á skipulagsuppdrætti og samantekt á vinnureglum vegna skipulagsmála og framkvæmdaleyfa. Gerð er grein fyrir áhrifum breytinga í greinargerð.

Meginatriði breytinga og endurskoðaðra ákvæða eru:
•    Syðra-Laugaland. Svæði fyrir þjónustustofnanir ÞS6 verður verslunar- og þjónustusvæði VÞ15.
•    Reiðvegur, héraðsleið 2. Legu breytt norðan Miðbrautar.
•    Syðri-Varðgjá. Hluti íbúðarsvæðis ÍS6 verður verslunar- og þjónustusvæði VÞ6-a
•    Kaupangshverfi. Íbúðarsvæði ÍS13-a í landi Þúrustaða II minnkað.
•    Stokkahlaðir. Ákvæði um byggingarmagn.
•    Álfaslóð. Hluti frístundasvæðis FS9 leggst við íbúðarsvæði ÍS9.
•    Ákvæði um lágmarksfjarlægðir bygginga frá landamerkjum endurskoðuð.
•    Ákvæði um ný hús án tengsla við búrekstur endurskoðuð.
•    Sett eru ákvæði /viðmiðun um aðkomuleiðir að íbúðarsvæðum og íbúðarlóðum.
•    Sett eru ákvæði um aðstöðuhús, viðbótarhús á lóð.
•    Settar eru viðmiðunarreglur um gáma og stöðu þeirra.
•    Settar eru kröfur um skil skipulagsgagna til sveitarfélagsins á tölvutæku formi.

Viðauka með skýringum og viðbótum við staðfest skipulag má sjá hér.

Athugasemdafrestur og skil athugasemda
Tillögurnar munu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 16. júlí 2014 til og með 27. ágúst  2014. þær verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar á www. esveit.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillögunar og gera athugasemdir við þær.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfangið esveit@esveit.is í síðasta lagi þann 27. ágúst 2014.

Stefán Árnason
Skrifstofustjóri Eyjafjarðarsveitar