Blindflug í Eyjafjarðarsveit

Staðfugl Farfugl

Raddspuni við undirleik eyfirskrar náttúru

Arna Vals

Flugtak:
Gömlu brýrnar yfir Eyjafjarðará
brú nr.1 (vaðlaheiðarmegin frá)
Brottfarartími
03.07.08 kl. 23.25
Áætlaður lendingartími:
04.07.08 kl.00.01

Vegna framkvæmda við Akureyrarflugvöll er fólki bent á að koma að austan þ. e. Vaðlaheiðarmegin.

" 3. júlí klukkan 23.25 eru 45 ár síðan ég flögraði inn í þennan heim.

Ævi manns er einskonar blindflug og hugur okkar og skynjun þau flugtæki sem við verðum að treysta á. Lendingarbúnaðurinn er ekki alltaf í lagi... stundum komum við mjúkt niður en stundum fáum við magalendingar.

... við fæðumst ekki með vængi eins og fuglarnir en þenjum raddböndin við fyrsta andardrátt og mannsröddin getur flogið og á augabragði sent okkur út í víðáttuna þó líkaminn sé kyrr.

Spuni = Blindflug

Ég vil láta reyna á hvort ég geti tekið flugið í Eyjafjarðarsveit."