Bókasafnið lokað en heimsending í boði

Fréttir
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Sökum hertra aðgerða vegna COVID 19 verður bókasafnið lokað fyrir heimsóknum þar til sóttvarnarreglur verða rýmkaðar. Þó er hægt að hafa samband við safnið ef fólk vantar eitthvað að lesa og við finnum eitthvað sem hentar. Bókunum verður síðan komið í póstkassa hjá viðkomandi. Hægt verður að skila með sama hætti, þ.e. bækur settar í póstkassann, bókasafnið látið vita og þær síðan sóttar í kassann. Athugið samt að skiladagar á efni sem á að skila á næstunni verða framlengdir fram yfir það tímabil sem hertar samkomutakmarkanir og sóttvarnarreglur gilda.


Endilega hafið samband og við finnum út úr þessu saman.
Hægt er að hringja í síma 464-8102 á milli 9:00 og 12:00