Eyjafjarðarsveit - auglýsing á afgreiðslu sveitarstjórnar

Fréttir

Eyjafjarðarsveit - auglýsing á afgreiðslu sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 21. nóvember 2019 afgreiðslu skipulagsnefndar þann 14. mars 2019 á deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Torfa skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið tekur til uppbyggingar svínabús á landspildu sunnan Finnastaðaár og vestan Eyjafjarðarbrautar vestri.

Skipulagstillaga var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga. Athugasemdir bárust á auglýsingartímabili skipulagstillögu og afgreiðslu sveitarstjórnar má sjá í fundargerðum á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is.

Framkvæmdin telst vera tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og liggur fyrir ákvörðun stofnunarinnar dags. 12. mars 2019 um að framkvæmdin sé ekki matsskyld.

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

F.h. Eyjafjarðarsveitar, skipulags- og byggingarfulltrúi.