Félagsaðstaða aldraðra

Félag aldraðra í Eyjafirði tók þann 11. júní s. l. formlega við lyklavöldum í glæsilegri félagsaðstöðu sem innréttuð hefur verið í húsnæði sem áður hýsti heimavist Hrafnagilsskóla.


opnun_adstodu_aldradra_1_120opnun_adstodu_aldradra_2_120opnun_adstodu_aldradra_3_120

Á meðfylgjandi myndum má sjá Arnar Árnason, oddvita Eyjafjarðarsveitar og Guðnýju Kristinsdóttir, formann Félags aldraðra Eyjafirði halda stutt ávörp við opnun aðstöðunnar.

Sveitarstjórn bauð félagsmönnum til kaffis í tilefni dagsins.