Fíflahátíð Lamb Inn Öngulsstöðum 21. júní

Glæsileg dagskrá á Fíflahátíðin á Lamb inn Öngulstöðum næstu helgi.
Þar má nefna "Haushlaup", söngkeppni barna, froðubolti, tískusýningu, uppskriftakeppni, skottsölu, vörukynningu, tónleika og veitingar.
Sjá nánari dagskrá hér fyrir neðan:

  • Dagskráin hefst á Haushlaupi kl. 10 þar sem hlaupið verður frá Lamb Inn og upp á Haus.
    Glæsileg verðlaun í boði m.a. frá Norðlenska og VILKO á Blönduósi.
  • Skemmtidagskráin okkar verður alveg úti á túni frá kl. 14 – 16: Söngkeppni barna.
    Skráning á netfanginu lambinn@lambinn.is. Keppendur hafi undirleik með sér, annað hvort á tölvutæku formi, eða með undirleikara. Hljóðkerfi verður á staðnum. Hljóðprufur og ef með þarf undankeppni á sviðinu klukkan 12:00. Mikilvægt að keppendur mæti svo hægt sé að ganga úr skugga um að allt virki.
    Skemmtilegir vinningar í boð m.a. upplifun í sveitinni.
  • Hljómsveit Hrafnagilsskóla sem gerði góða hluti í SAMFÉS-keppninni sl vetur.
  • Atriði úr Grease í flutningi nemenda úr Hrafnagilsskóla.
  • Froðuboltamót 3 á 3, skráning á staðnum.
  • Tískusýning frá Galleríinu á Teigi.
  • Uppskriftakeppni. Lumar þú á uppskrift sem inniheldur túnfífil?
    Skráning á netfanginu lambinn@lambinn.is. Nánari upplýsingar á www.lambinn.is.
    Sigurvegarinn fer út að borða hjá okkar frábæru nágrönnum á Silvu auk þess að fá glæsilega vinninga frá Vilko og Prima.  Þetta á áskorun til allra alvöru húsmæðra og feðra.
  • Skottsala – markaður. Þið komið á bílunum og opnið skottið. Markaðurinn verður opinn frá kl. 14 – 16. Nú er um að gera að tæma geymsluna í bílinn og sjá hvort einhverjir falli ekki fyrir því sama og þið félluð fyrir á sínum tíma. Eins manns rusl er annars gull.
  • Kynning á Muurikka pönnum, Þorsteinn Þráinsson frá Ísafirði sýnir þessar frábæru pönnur og gefur smakk.
  • Kaffi, lummur og smákökur í boði yfir daginn.

Við opnum svo Lamb Inn veitingastaðinn formlega þetta kvöld með lambalærishlaðborði milli kl. 18 og 21. Lifandi tónlist undir borðum. Borðapantanir í síma 463-1500. Ungtenórarnir Birgir Björnsson, Arnar Árnason og Gísli Rúnar Víðis syngja við undirleik Reynis Schiöth.
Því miður fellur kvöldvakan niður þetta árið vegna anna í „heysköpum“ í sveitinni!
Verðlaun koma frá Norðlenska, Silvu, Prima-Vilko og Lamb Inn