Frá Foreldrafélagi Krummakots


Þá er það komið á hreint!! Sunnudaginn 7. mars kl. 14 verður nemendum Krummakots boðið á leiksýningu Freyvangsleikhússins um Dýrin í Hálsaskógi. Dagana 1.-3. mars munu skráningalistar hanga á töflunum við hverja deild og er óskað eftir því að þeir foreldrar sem ætla að nýta þetta boð skrái börn sín og aðra fjölskyldumeðlimi sem einnig ætla á sýninguna. Félagið hefur tekið frá miða á sýninguna og staðfestir lokatölur allra miðvikudaginn 3. mars! Höfum það gaman saman þennan fyrsta sunnudag í mars og munum eftir myndavélunum, því dýrin heilsa upp á krakkana eftir sýningu.
Kær kveðja, Foreldrafélagið