Fréttatilkynning frá F-listanum

F-listinn kynnir framboð til sveitarstjórnarkosninga 2010

Í framboði fyrir F-listann er hópur einstaklinga með breiðan og ólíkan bakgrunn sem á það sameiginlegt að vilja vinna af metnaði og ábyrgð í þágu sveitarfélagsins.

Markmiðið er að efla Eyjafjarðarsveit sem framsækið og fjölskylduvænt samfélag. Á komandi kjörtímabili mun F-listinn ráðast í brýn verkefni sem bíða, fái hann til þess stuðning kjósenda. Með því að forgangsraða verkefnum og viðhafa ábyrga fjármálastjórn hyggjumst við ná markmiðum okkar án þess að fara út fyrir fjárhagsramma sveitarfélagsins.

Framboð F-lista:
1. Karel Rafnsson, 38 ára, Skógartröð 5. Viðskiptafræðingur og nemi.
2. Bryndís Þórhallsdóttir, 43 ára, Hrafnagilsskóla. Hjúkrunarfræðingur.
3. Jón Stefánsson, 50 ára, Berglandi. Fiskeldisfræðingur.
4. Ingibjörg Isaksen, 33 ára, Örlygsstöðum. Íþróttafræðingur.
5. Dóróthea Jónsdóttir, 36 ára, Meltröð 4. Framkvæmdastjóri Handverkshátíðar.
6. Leifur Guðmundsson, 58 ára, Klauf. Bóndi.
7. Elín Halldórsdóttir, 39 ára, Borg. Danskennari.
8. Ketill Jóelsson, 23 ára, Finnastöðum. Öryggisvörður og nemi.
9. Björk Sigurðardóttir, 44 ára, Stokkahlöðum. Grunnskólakennari.
10. Sigurgeir Hreinsson, 51 árs, Hríshóli. Bóndi.
11. Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, 49 ára, Sunnutröð 2. Sérkennari.
12. Hólmgeir Karlsson, 49 ára, Dvergstöðum. Framkvæmdastjóri.
13. Jón Jónsson, 54 ára, Stekkjarflötum. Bifvélavirki.
14. Bjarni Kristjánsson, 66 ára, Knarrarbergi. Fyrrverandi sveitarstjóri.

Styrkleiki F-listans felst í þekkingu, reynslu og trúverðugleika þess fólks sem framboðslistann skipar og starfar í baklandi hans. Verk F-listans í gegnum árin endurspegla vandaða starfshætti og farsæla uppbyggingu. Við óskum nú eftir stuðningi kjósenda til að efla enn frekar hið góða samfélag sem Eyjafjarðarsveit er.

Með bestu kveðju,
frambjóðendur F-listans