Hjólað í vinnuna

Dagana 5.-25. maí mun vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna standa yfir í áttunda sinn. Keppt verður í 7 fyrirtækjaflokkum um flesta daga og um flesta kílómetra, mælt hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna. Allir sem nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu geta tekið þátt, hvort sem það er gengið, hlaupið eða hjólað.
Með sumarkveðju, Íþrótta- og tómstundanefnd


Mikil aukning hefur verið í þátttöku í keppninni undanfarin ár, og nú er um að gera að taka fram hjólin eða hlaupaskóna og drífa sig af stað út í sumarið! Nánari upplýsingar um keppnina og skráning er á www.hjoladivinnuna.is