Hrafnagilsskóli óskar eftir grunnskólakennara og stuðningsfulltrúa

Fréttir

Grunnskólakennari
Óskum eftir að ráða grunnskólakennara að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða 100% kennarastöðu á yngsta stigi. Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli u.þ.b. 12 km. fyrir innan Akureyri og eru u.þ.b. 160 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli er heilsueflandi grunnskóli og uppeldisstefnan er Jákvæður agi. Skólaþróun síðustu ára hefur m.a. snúist um heilsueflingu, tölvur og tækni.
Í starfinu felst:
• Umsjón með 1. bekk og kennsla á yngsta stigi.

Leitað er eftir kennara sem:
• Hefur kennaramenntun.
• Er skapandi í hugsun og kennsluháttum.
• Hefur áhuga á og býr yfir færni til að nýta tölvur og tækni í skólastarfi.
• Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda.
• Er fær og lipur í samskiptum.
• Býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hefur reynslu og/eða þekkingu á Byrjendalæsi eða öðrum samvirkum lestrarkennsluaðferðum.

 

Stuðningsfulltrúi
Óskum eftir að ráða stuðningsfulltrúa að Hrafnagilsskóla. Um er að ræða 80-100% stöðu á yngsta- og/eða miðstigi. Stuðningsfulltrúi starfar með kennurum og liðsinnir nemendum eftir þörfum hverju sinni. Starf stuðningsfulltrúa miðar að því að auka færni nemenda, námslega og félagslega.
Leitað er eftir stuðningsfulltrúa sem:
• Hefur reynslu af starfi með börnum og ungmennum.
• Er menntaður stuðningsfulltrúi (ekki skilyrt).
• Er fær og lipur í samskiptum.
• Býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hefur áhuga á og býr yfir færni til að nýta tölvur og tækni í starfi.

Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209 eða á netföngin hrund@krummi.is og bjork@krummi.is. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.

Ráðið er frá 1. ágúst 2020 og umsóknarfrestur er til 15. maí 2020.